Hvað er Míkró?


Míkró sérhæfir sig í að setja saman og bjóða litlum hópi vörur og þjónustu sem enginn annar býður upp á. 

Í dag eru nokkrir stórir aðilar á hverju sviði í smásölu og þjónustu sem bjóða aðeins þær vörur og þjónustu sem þeir eru vissir um að geta keypt og selt í miklu magni.

 

Þetta skapar einhæfni og veldur því að kaupendur að vöru eða þjónustu í takmörkuðu magni eða af ákveðinni gerð finna hana ekki.

Míkró setur saman hópa sem vilja kaupa takmarkað magn vöru eða þjónustu sem ekki er auðvelt að finna og semur við birgja um að veita hópnum hana með því að tryggja þeim ákveðin lágmarksviðskipti í tiltekinn tíma.